Sjálfstæðisfélagið Óðinn á Selfossi skorar á nýja frambjóðendur til þess að gefa kost á sér í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins. Félagið telur mikilvægt að það verði endurnýjun í forystu flokksins og þingmannaliði. Ljóst sé að þær breytingar nái ekki fram að ganga, nema nýtt fólk gefi kost á sér.