Samkvæmt þeim upplýsingum sem ég hef aflað mér er helst til skoðunar nú hjá Siglingastofnun að nota núverandi Herjólf til siglinga í Bakkafjöru, þegar höfnin þar verður tilbúin til notkunar um mitt ár 2010. Verið er að kanna möguleika á að dýpka niður á sandrifið þannig að djúprista skipsins verði ekki takmarkandi þáttur við innsiglingu í höfnina. Slík dýpkun færi þá fram einu sinni til tvisvar á ári sem ­tryggði nægt dýpi á rifið.