Bæjarráð Vestmannaeyja hélt aukafund í gær en eina fundarefnið var loðnuveiðar. Bæjarráð skorar á sjávarútvegsráðherra að gefa tafarlaust út 30 til 50 þúsund tonna upphafskvóta í loðnu. Í greinargerð með bókun bæjarráðs segir m.a. að miðað við stöðuna í efnahagslífi þjóðarinnar, eigi að leita allra leiða til að skapa þjóðarbúinu tekjur, m.a. með loðnuveiðum. Bókunina og greinargerðina má lesa hér að neðan.