Skosku stórliðin Celtic og Rangers reyndu bæði að fá Hermann Hreiðarsson til liðs við sig í janúarglugganum en Tony Adams þáverandi knattspyrnustjóri Portsmouth kom í veg fyrir að Eyjamaðurinn færi frá Portsmouth. Þetta kemur fram í viðtali við Hermann í skoska blaðinu Sunday Mail í dag.