Kristján Möller, samgönguráðherra. Horfa á myndskeið með frétt
Samgönguráðherra hefur ákveðið að endurskoða áform um að Suðurlandsvegur yfir Hellisheiði verði fjögurra akreina. Hann vill hins vegar hafa kaflann milli Hveragerðis og Selfoss tvo plús tvo veg og byrja á honum. Fyrir síðustu þingkosningar kepptust stjórnmálamenn við að lofa fjögurra akreina hraðbraut milli Reykjavíkur og Selfoss. En það var þegar Íslendingar héldu að þeir ættu peninga.