Ég, Guðni Ragnarsson hef ákveðið að gefa kost á mér í 4. sæti á lista framsóknarmanna í Suðurkjördæmi fyrir komandi þingkosningar. Ég vil taka þátt í uppbyggingu betra samfélags með hugsjónum framsóknarflokksins að leiðarljósi. Ég tel mjög mikilvægt að fólk úr öllum stöðum og stéttum taki þátt í uppbyggingu Íslands.