Nú rétt í þessu voru að berast þær fréttir að fyrirliðinn Matt Garner verði áfram í herbúðum knattspyrnuliðs ÍBV í sumar. Garner var með lausan samning og hefur verið sterklega orðaður við önnur lið í allan vetur en hefur nú komist að samkomulagi um nýjan samning.