Ákveðið hefur verið að vakta öll grunn við sunnanvert landið þar sem von er til að loðna gangi í einhverju magni. Enn hefur ekki tekist að mæla nægilegt magn til þess að fiskifræðingar treysti sér til að gefa út byrjunarkvóta á loðnuveiðunum. Nú er því veitt af 15.000 tonna rannsóknakvóta sem sjávarútvegsráðherra gaf út í síðustu viku.