Vilhjálmur Árnason hefur ákveðið að gefa kost á sér í 3. – 4. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Vilhjálmur er fæddur og uppalinn í Skagafirði en er nú búsettur í Grindavík þar sem hann starfar sem lögreglumaður. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Vilhjálmi sem má lesa hér að neðan.