Botninn er dottinn úr gulldepluveiðunum í bili að minnsta kosti, en þessi óvænta búbót nemur nú um það bil 30 þúsund tonnum. Síðast veiddist hún djúpt suðvestur af landinu en þar versnaði veður í gær og eru síðustu skipin nú á landleið til löndunar. Óvissa er um framhaldið, enda liggur ekki fyrir nein vitneskja um hegðan gulldeplunnar hér við land.