Bjarni Hólm Aðalsteinsson skrifar í dag undir samning hjá úrvalsdeildarliði Keflavíkur í knattspyrnu. Bjarni hefur leikið með ÍBV síðan 2005 en var samningslaus. Hann var hins vegar með samningstilboð, bæði frá Keflavík og ÍBV en samkvæmt heimildum Eyjafrétta, bauð Keflavík einfaldlega betur. Bjarni hefur verið einn af sterkari leikmönnum liðsins og mikill sjónarsviptir af honum úr öftustu varnarlínu ÍBV.