Íris Róbertsdóttir, grunnskólakennari í Vestmannaeyjum gefur kost á sér í fjórða sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Í fréttatilkynningu sem Íris sendi frá sér segir hún að nauðsynlegt sé fyrir flokkinn að endurnýja framboðslistann fyrir næstu Alþingiskosningar, ekki endilega vegna þess að núverandi þingmenn hafi staðið sig illa, heldur vegna þess að flokkurinn sé marinn og móður efti rhremmingarnar í þjóðfélaginu síðustu misseri. Fréttatilkynninguna má lesa hér að neðan.