Hin goðsagnakennda Janis Joplin lifnar við í Höllinni Vestmannaeyjum laugardagskvöldið 28. febrúar næstkomandi. Lífslaupi söngkonunnar, sem lést fyrir aldur fram af völdum fíkniefnaneyslu aðeins 27 ára gömul árið 1970, er gert skil í frábærri túlkun Bryndísar Ásmundsdóttur sem hefur farið á kostum í Íslensku Óperunni að undanförnu og er talin stórkostleg í túlkun sinn á hinni óviðjafnalegu Janis.