Talsvert hefur verið kvartað yfir hærri gjöldum Vestmannaeyjabæjar, sér í lagi fasteignagjöldum sem íbúar telja að hafi hækkað umtals­vert. Fasteignagjöld Vestmannaeyja­bæjar eru miðuð við sömu prósentu­tölu, 0,42% eins og undanfarin ár en Fasteignamat ríkisins hefur hins vegar hækkað mat á verði fasteigna og lóða. Heildar­reikn­ingur­inn með vatnsgjaldi fyrir um 200 fm hús er 190.862 kr. fyrir 2009 en var 152.725 kr. 2008. Heildar­hækkunin var 38.137 krónur.