Hjörtur Guðbjartsson heiti ég og er 25 ára Reykjanesbæingur. Ég er fæddur og uppalinn í Innri-Njarðvíkurhverfi Reykjanesbæjar þar sem ég bý nú með unnustu minni, Vilborgu Pétursdóttur félagsráðgjafanema. Ég er útskrifaður með stúdentspróf frá Fjölbrautaskóla Suðurnesja og nem nú stjórnmálafræði við Háskóla Íslands auk þess að sinna stöðu framkvæmdastjóra hjá Lyfta.is í Reykjanesbæ.