Ég hef ákveðið að gefa kost á mér til forystu Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi og óska eftir stuðningi í 1. sæti listans í prófkjöri sem fram fer 14. mars. Undanfarnar vikur hefur verið kallað eftir breytingum og endurnýjun í forystusveit flokksins í kjördæminu. Mikilvægt er að nýta þann kraft sem á að endurspeglast í opnum og lýðræðislegum prófkjörum og forsenda þess er að sjálfstæðismenn um allt land hafi val um frambjóðendur.