Björgvin G. Sigurðsson, alþingismaður og oddviti Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi gefur kost á sér í 1. sæti á lista flokksins fyrir Alþingiskosningarnar 25. apríl n.k.

Prófkjör verður hjá Samfylkingunni 7. mars.n.k og opnaði Björgvin kosningaskrifstofu í Tryggvaskála á Selfossi kl. 17:00 í dag og varð þar með fyrstur frambjóðenda allra flokka að opna skrifstofu og var fjölmenni við opnunina.