Nokkur loðnuskip eru nú að veiðum vestur af Reykjanesi. Þar er þokkalegt veður. Þar voru í morgun m.a. Aðalsteinn Jónsson SU og Lundey NS að veiðum. Börkur NK var einnig kominn á miðin. Aðalsteinn Jónsson SU var nýkominn á miðin í morgun til að veiða það sem þeir eiga eftir af sínum skammti. Þorsteinn Kristjánsson skipstjóri sagði að þeir sæju loðnu á miðunum. Þeir á Aðalsteini fengu úthlutað rúmlega 1,300 tonnum af loðnu.