Stuðningsmenn Eyþórs Arnalds létu í vikunni Capacent Gallup framkvæma skoðanakönnun á meðal kjósenda í Suðurkjördæmi. Í könnuninni er spurt hvort kjósendur í Suðurkjördæmi vilji sjá Árna M. Mathiesen eða Eyþór Arnalds leiða lista Sjálfstæðismanna. Af þeim sem tóku afstöðu vildu 63.9% sjá Eyþór leiða listann en 36,1% Árna. Úrtak könnunarinnar var 800 manns en svarhlutfallið var 65,8%. Hægt er að sjá könnunina hér að neðan.