Óvíst er hvort Hermann Hreiðarsson getur spilað með Portsmouth í dag þegar liðið mætir nýliðum Stoke á útivelli í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Hermann, sem hefur skorað í síðustu tveimur leikjum Portsmouth, nældi sér í flensu í vikunni og ekki víst að hann verði búinn að ná sér í tæka tíð.