Varnarjaxlinn Hermann Hreiðarsson skorar nú sem aldrei fyrr í enska boltanum en Hermann skoraði sitt þriðja mark í jafn mörgum leikjum með Portsmouth í ensku úrvalsdeildinni. Hermann og félagar gerðu jafntefli gegn Stoke, sem í eina tíð tengdist m.a. Vestmannaeyjum en lokatölur leiksins urðu 2:2 og skoraði Hermann síðasta mark leiksins á lokamínútunni.