Karlmaður á tvítugsaldri var handtekinn í Vestmannaeyjum í morgun, grunaður um að hafa selt fíkniefni til ungmenna í bænum. Lögregla gefur ekki upp nákvæmlega hversu mikið magn af fíkniefnum maðurinn hafði í fórum sínum þegar hann var handtekinn, en magnið mun vera ríflega til einkanota.