Íslenski landsliðsfyrirliðinn Hermann Hreiðarsson hefur heldur betur hrifið stuðningsmenn Portsmouth á nýjan leik með frammistöðu sinni í undanförnum leikjum liðsins í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Eftir bekkjarsetu lengst af í vetur skoraði Hermann í leikjum gegn Liverpool og Manchester City og átti stærstan þátt í jöfnunarmarki liðsins gegn Stoke City í dag.