Grétar Mar Jónsson, þingmaður mun leiða lista Frjálslynda flokksins í Suðurkjördæmi í komandi kosningum. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá flokknum. Grétar hefur setið á þingi síðan 2007 og hefur auk þess verið þingflokksformaður Frjálslyndra undanfarið.