Knattspyrnuráð ÍBV hefur samið við Sigurlás Þorleifsson um þjálfun 2.flokks félagsins. Sigurlás er einn reynslumesti þjálfari Eyjamanna og hefur verið viðloðandi þjálfun yngri flokka ÍBV síðustu ár en hann hefur einnig þjálfað meistaraflokka félagsins. Hann þjálfar nú 3.flokk félagsins og mun gera það áfram samhliða þjálfun 2.flokks.