Hermann Hreiðarsson segist hafa skorað jöfnunarmark Portsmouth gegn Stoke í ensku úrvalsdeildinni í fyrradag. Stoke leiddi 2-1 þar til í viðbótartíma að Hermann átti skot sem að fór af Ryan Shawcross og í netið. Markið hefur verið skráð sem sjálfsmark hjá Shawcrass en Hermann vill hins vegar eiga markið.