Þóra Þórarinsdóttir fyrrverandi ritstjóri fréttablaðsins Gluggans á Suðurlandi hefur ákveðið að gefa kost á sér í 2.-3ja sæti á lista Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi. Í fréttatilkynningu frá Þóru segir:
Á Íslandi hafa verið umbrotatímar. Framundan er tími mikilvægrar uppbyggingar sem sinna þarf að af vandvirkni, krafti og auðmýkt. Fjölmargir einstaklingar víðs vegar að úr kjördæminu hafa að undanförnu skorað á mig að bjóða fram krafta mína til þeirra verka og hef ég ákveðið að verða við þeirri áskorun.