Ófarir Íslendinga í efnahagsmálum eiga sér margslungnar rætur en tvennt stendur þar upp úr. Annarsvegar samþykkt EES samningsins sem ákveðin var á tveggja manna fundi þáverandi formanna Alþýðuflokks og Sjálfstæðisflokks. Hinsvegar einkavæðing ríkisbankanna sem lyktaði með því að aðilar tengdir Sjálfstæðisflokki, Framsóknarflokki og Samfylkingu fengu hver sinn bankann.