Anna Margrét Guðjónsdóttir, forstöðumaður skrifstofu Sambands íslenskra sveitarfélaga í Brussel, býður sig fram í 1.-3. sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi. Framboð hennar er fyrst og fremst grundvallað á þeirri þekkingu og reynslu sem hún hefur af sveitarstjórnar- og byggðamálum bæði hér á landi og innan Evrópusambandsins.