Íslenskt samfélag stendur á tímamótum í kjölfar þess að fjármálakerfið og gjaldmiðillinn okkar hrundu á síðasta ári. Eftirlitsaðilar, sem áttu að gæta almannahagsmuna, brugðust og íslenska ríkið þurfti að leita skjóls hjá Alþjóðagjaldeyrisstjóðnum, aðrir möguleikar voru einfaldlega ekki fyrir hendi. Okkar bíður endurreisn á íslensku fjármála- og efnahagskerfi.