Farþegaskipið Herjólfur bilaði þegar skipið var komið í heimahöfn en verið var að l snúa skipinu í höfninni,þegar bilunin kom upp. Samkvæmt því sem næst verður komist var bilunin ekki alvarleg en til öryggis var gripið til þess ráðs að leggja skipinu að næsta bryggjukanti við Kleifarbryggju svo hægt væri að kanna skemmdirnar.