Sex frambjóðendur í prófkjöri Vinstri Grænna mættu á framboðsfund í Kaffi kró í gærkvöld en Atli Gíslason, þingmaður gat ekki mætt þar sem hann var bundinn vegna Seðlabankafrumvarpsins, sem stoppaði í nefnd í gær. Fundurinn var vel sóttur en um þrjátíu manns sátu fundinn.