Það var mikið fjör í miðbæ Vestmannaeyja í morgun þegar börn bæjarins fór um, sungu í fyrirtækjum og verslunum og fengu eitthvað sniðugt fyrir. Hefð hefur skapast fyrir því að börnin hafi fram að hádegi til að koma við en búningar þeirra voru eins fjölbreyttir og þeir voru margir. Eins og sjá má á myndinni hér til hliðar voru börnin ekki þau einu sem klæddu sig upp.