Sjö skip eru nú á Gulldepluveiðum djúpt suður af Vestmannaeyjum. Öll fengu þau einhvern afla í gær en bræla og leiðindaveður er á svæðinu og því ekki hægt að kasta í morgun. Guðmundur Guðmundsson, skipstjóri á Hugin VE, sagði í samtali við Útveginn að menn vonuðust til að úr rættist með veður þannig að hægt væri að hefja veiðarnar á ný.