Stórleikur Sigurðar Ara Stefánssonar með Elverum gegn Fyllingen í norsku úrvalsdeildinni í handknattleik í kvöld dugði liðinu ekki til sigurs. Sigurður Ari skorðaði níu mörk en lið hans tapaði með tveggja marka mun, 34:32, og situr áfram í 4. sæti deildarinnar með 22 stig eftir 17 leiki, átta stigum á eftir Fyllingen.