Trillueigandi á Suðurnesjum hugðist gera góðverk með því að lána atvinnulausum nágranna sínum trillu sem hann átti og hafði ekki nein sérstök not fyrir. Gerðu þeir félagar bátinn kláran og leigðu á hann kvóta, eins og lög gera ráð fyrir, tonn af hvoru ýsu og þorski. Leiguverð á þorski var 220 kr. á kílóið en 45 kr. fyrir ýsuna. Þann 3. janúar s.l. var svo róið á miðin með tólf bjóð.