Á fundi sveitarstjórnar Skeiða-og Gnúpverjahrepps í gær var gert samkomulag milli mín og sveitarstjórnar um starfslok mín. Mér kom það gjörsamlega í opna skjöldu að eitthvað væri athugavert við vísitöluútreikninga launa minna, enda aldrei verið gerðar athugasemdir hvorki af endurskoðanda eða öðrum þar til nú.