Íþrótta og Ólympíusamband Íslands úthlutaði í dag, styrkjum úr ferðasjóði íþróttafélaga, vegna keppnisferða á árinu 2008. Alls var úthlutað tæplega 60 milljónum króna til 123 félaga. Í fyrra var þessi upphæð 30 milljónir. Í hlut félaga innan Íþróttabandalags Vestmannaeyja komu 8.453.197 kr. sem að langstærstum hluta fer til ÍBV íþróttafélags.