Staða efnahagsmála varðar alla Íslendinga, öll fyrirtæki, heimili og einstaklinga. Verkefni stjórnvalda er að leggja fram lausnir er miði að því að endurreisa fjárhag fyrirtækja og heimila. Lækka þarf stýrivexti og taka á málefnum bankanna því án starfhæfra banka þrífst ekki kröftugt atvinnulíf. Þessi verkefni eru brýn og mega ekki bíða.