Dettur einhverjum heilvita skipstjóra í hug að láta áhöfnina fara að skúra messann, í stað þess að koma vélinni í gang, ef skipið er vélarvana í ölduróti? Það er dapurlegt að fylgjast með hvernig reynt er að nota ástandið sem skapast hefur hér, í kjölfar efnahagshrunsins, til að gera byltingar á innviðum samfélagsins. Það er hróp­að á umbyltingu stjórnarskrár­innar og umbyltingu á kosningalöggjöfinni.