Frambjóðendur í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi bjóða Eyjamönnum í súpu og fjörugar umræður um stjórnmál í Alþýðuhúsínu laugardaginn 28. febrúar. Fundurinn hefst kl. 12 og er öllum opinn. Fundurinn er liður í fundaröð frambjóðendanna um kjördæmið. Kosning í prófkjörinu fer fram í gegnum netið dagana 5-7. mars, nánari upplýsingar má finna á www.samfylking.is.