Þangað til um daginn hafði Sjálfstæðisflokkurinn verið samfellt í ríkisstjórn í 18 ár – næstum allan þann tíma í stjórnarforystu. Á þessu skeiði urðu gríðarlegar framfarir á Íslandi, – lífskjör þjóðarinnar stórbötnuðu og velmegun jókst á öllum sviðum.