Elísa Guðjónsdóttir, hin 19 ára gamla Eyjamær varð í kvöld í þriðja sæti í keppninni Ungfrú Reykjavík. Elísa hefur búið í höfuðborginni undanfarin tvö ár en hún stundar nú nám við Fjölbrautaskólann við Ármúla. Annar nemandi úr sama skóla bar sigur úr býtum í keppninni, hin 22 ára gamla Magdalena Dubik.