Það gæti farið svo að karlalið ÍBV fari í upptökuver og syngi lagið Slor og skítur, eða Dúrí dara eins og margir kalla það, fyrir sumarið en lagið samdi Guðmundur Rúnar Lúðvíksson. Sú hefð hefur skapast síðustu ár hjá ÍBV liðinu að leikmenn syngja viðlagið í búningsklefanum eftir leiki, hinum liðunum til mikillar mæðu.