Í gær lagði ÍBV KKF Þóri að velli í 2. deildinni í körfubolta en leikur liðanna fór fram í Eyjum. Lokatölur urðu 96:54 en staðan í hálfleik var 49:32 fyrir Eyjapeyja. Hinn ungi Kristján Tómasson fór á kostum og skoraði 29 stig. Eyjamenn eiga því enn möguleika á að komast í úrslitakeppni 2. deildar en um næstu helgi leikur liðið tvo leiki á heimavelli gegn Leikni sem eru ekkert annað en úrslitaleikir um sæti í úrslitakeppninni