Fyrir hádegi í dag var haldinn fjölmennur fundur með foreldrum tilvonandi leikskólabarna en foreldrar hafa talsverðar áhyggjur á skorti leikskólaplássa í Vestmannaeyjum. Elliði Vignisson, bæjarstjóri tók á móti hópnum, rúmlega 50 fullorðnir og þó nokkuð af börnum sátu fundinn en bæjarstjórinn fór yfir þær leiðir sem verið væri að skoða til að leysa vandann.