Það var frekar rólegt hjá lögreglu í vikunni sem leið og um helgina. Að vanda þurfti lögreglan að aðstoða borgarana vegna hinna ýmsu mála sem upp koma. Aðfaranótt sl. laugardags var stúlka á 18. ári staðin að því að reyna að komast inn á veitingastað, þar sem aldurstakmark er 18 ára, með því að framvísa röngum skilríkjum.