Oddný G. Harðardóttir hefur mestallan starfsferil sinn starfað að skólamálum, lengst af sem framhaldsskólakennari og stjórnandi í Fjölbrautaskóla Suðurnesja í Reykjanesbæ. Oddný starfaði þar sem aðstoðarskólameistari í meira en áratug, og sem skólameistari í eitt ár, við einstaklega góðan orðstír. Oddný er mjög góður stjórnandi, hún er áræðin og vandvirk, fljót að taka ákvarðanir, drífandi og kemur miklu í verk á stuttum tíma.