Eins og greint var frá á dögunum stefnir í að flugvöllurinn í Vestmannaeyjum loki klukka 20.30 yfir sumartímann og að engir flugumferðastjórar verði við völlinn. Árni Johnsen, þingmaður skrifaði grein í síðasta tölublað Frétta þar sem hann fullyrðir að samgönguráðherra lofi að taka aftur lokun á flugvellinum og flugstjórn. Róbert Marshall, aðstoðarmaður samgönguráðherra segir hins vegar að ekkert hafi verið ákveðið í þessum efnum.