Nú þurfum við íbúar og stuðningsmenn Samfylkingar á Suðurlandi að velja okkur frambjóðendur á lista til Alþingiskosninga. Það er mikilvægt að sá listi sem nú er valin nái að spegla kjördæmið allt, og þá stöðu sem uppi er á hverjum stað. Að á listann raðist fólk sem sýnt hefur í verki að það geti tekist á við þau verkefni sem framundan eru og á listann skipist fólk með reynslu og nýir frambjóðendur sem endurspegli vel kjördæmið af báðum kynjum og á öllum aldri óháð búsetu.